föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Asi, Aspar, Héðinn og Kjerúlf!

30. mars 2011 kl. 19:23

Asi, Aspar, Héðinn og Kjerúlf!

Rétt er að árétta það að þeir stóðhestar sem koma fram á Ístöltinu „Þeir allra sterkustu“  er eingöngu sýningaratriði, ekki er um að ræða stóðhestakeppni. Dómarar munu ekki gefa einkunnir þó svo að „áhorfendabrekkan“ muni án efa velja glæsilegasta stóðhest kvöldsins.

Jakob Svavar Sigurðsson mætir með Asa frá Lundum II sem er enn einn gæðingurinn undan Auðnu frá Höfða úr ræktun Sigbjörns Björnssonar á Lundum II.

Aronssonurinn Aspar frá Fróni kemur fram ásamt þjálfara sínum Viðari Ingólfssyni. Aspar er jafn og góður alhliðahestur með aðaleinkunn 8,18.

Héðinn frá Feti vakti mikla athygli á ístöltinu í fyrra og mætir nú enn betri til leiks með Huldu Gústafsdóttur við stjórnvöllinn.

Leó Geir Arnarsson mætir svellkaldur með Taktssoninn Kjerúlf frá Kollaleiru. Kjerúlf er hæfileikamikill hestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og vilja og geðslag.

Auk þess mun hrossaræktandinn og stórknapinn Bergur Jónsson sýna stóðhest úr ræktun þeirra Olil Amble en þau voru, sem kunnugt er, valin hrossaræktarbú ársins 2010.
 
Forsala miða er hafin í öllum helstu hestavöruverslunum!