miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arður kemur sterkur inn

26. júlí 2010 kl. 13:42

Díva frá Álfhólum er sannkölluð díva

Tveir bráðgóðir stóðhestar undan Arði frá Brautarholti komu fram á Vindheimmelum og fengu báðir góð fyrstu verðlaun. Fyrsta athyglisverða afkvæmi Arðs frá Brautarholti sem kom  til dóms var hins vegar Díva frá Álfhólum. Sem er sannkölluð díva ef hægt er heimfæra það orð upp á tölthross. Hún er undan Dimmu frá Miðfelli í Hornafirði, sem er undan Hrafni frá Hrafnhólum og Brönu frá Miðfelli, Flosadóttur frá Brunnum. Díva var sýnd 5 vetra í 8,10 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og fegurð. Hún hefur oftar en einu sinni skorað hátt yfir sjö í töltkeppni og. Þá einnig fimm vetra. Ræktandi Dívu er Sara Ástþórsdóttir á Álfhólum, sem á hryssuna ásamt Róbert Veigari Ketel og Sigurði Tryggva Sigurðssyni.