sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Artemisia öruggur sigurvegari-

9. febrúar 2012 kl. 22:56

Artemisia öruggur sigurvegari-

Artemisia Bertus og Korgur frá Ingólfshvoli fóru með sigur af hólmi í gæðingafimi Meistaradeildar sem var um það bil að ljúka. Sýning þeirra var fáguð og vönduð, fumlaus og flæðandi. Korgur var mjúkur og afkastamikill á gangi, fimiæfingarnar fljótandi og reiðmennska Artemisiu til fyrirmyndar, ásetan falleg og ábendingar mjúklegar.

Önnur varð Sara Ástþórsdóttir og Díva frá Álfhólum, með kraftmikla og skemmtilega sýningu og var auðheyranlega uppáhald áhorfenda sem fögnuðu vel sýningu þeirra. Þriðji varð Jakob Svavar Sigurðsson og Árborg frá Miðey sem stukku þar með upp úr 5. sætinu, enda var samspilið og flæði sýningarinnar þeirrar allt annað en það var í forkeppni.

Eftir tvö mót leiðir Artemisia Bertus einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar nokkuð örugglega, með 24 stig - hvílík byrjun hjá henni!

Gæðingafimi lið Meistaradeildar var Top Reiter/Ármót en þeir félagar voru einmitt kjörnir fjórgangslið Meistaradeildar sl. fimmtudag.

Úrslit Gæðingafimi:

  1. Artemisia Bertus    Hrímnir    Korgur frá Ingólfshvoli 7,72
  2. Sara Ástþórsdóttir    Ganghestar / Málning    Díva frá Álfhólum 7,48
  3. Jakob Svavar Sigurðsson    Top Reiter / Ármót    Árborg frá Miðey 7,13
  4. Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter / Ármót    Segull frá Flugumýri II 7,05
  5. Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Loki frá Selfossi 7,00