mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Artemisia og Óskar stjörnur kvöldsins-

2. febrúar 2012 kl. 22:41

Artemisia og Óskar stjörnur kvöldsins-

Æsispennandi úrslit í fjórgangi lauk með einvígi milli liðsmanns Hrímnis, Artemisiu Bertus á Óskar frá Blesastöðum 1A og liðsmanns Top Reiter/Ármóts Þorvaldar Árna Þorvaldssonar á Segli frá Flugumýri II.

Artemisia og Óskar voru langefst eftir glæsilega mjúka og fasmikla sýningu á hægu tölti, hlutu 8,33. En eftir því sem leið á úrslitin nálguðust Þorvaldur og Segull toppinn og voru þau jöfn þegar að lokaþætti úrslitana var komið, hraða töltinu. Þar mörðu Artemisia og Óskar hins vegar sætan sigur, hlutu 7,70 í lokaeinkunn. Þorvaldur og Segull fengu silfur og Jakob Svavar Sigurðsson varð þriðji á Asa frá Lundum II.

Ólafur Ásgeirsson, liðsmaður Spóns.is, fór með sigur af hólmi í B-úrslitum fjórgangs á Andvarasyninum Hugleik frá Galtanesi. Hlutu þeir í lokaeinkunn 7,47. Áhorfendur virtust sammála dómurum og fögnuðu þegar úrslitin voru ljós.

Lið Top Reiter/ Ármóts hlutu titilinn Fjórgangslið Meistaradeildar 2012.

Hver er Óskar?

Óskar frá Blesastöðum 1A vakti mikla athygli sumarið 2009 þegar hann var sýndur í kynbótadómi en hann hlaut 8,22 í aðaleinkunn og þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja/geðslag og fegurð í reið og 9,5 fyrir  hægt tölt og stökk. Óskar er undan Töfra frá Kjartansstöðum og Váksdótturinni Dúfu frá Skeiðháholti en hryssur undan Vák hafa verið að gera það gott í ræktun. Skemmtileg staðreynd: Sigurvegari síðasta árs, Loki frá Selfossi er einmitt undan Váksdóttur, Surtlu frá Brúnastöðum. Loki og Sigurður Sigurðarson luku keppni í 6. sæti að þessu sinni.

Úrslit:

  1. Artemisia Bertus        Hrímnir Óskar frá Blesastöðum 1A            7.70
  2. Þorvaldur Árni Þorvaldsson      Top Reiter / Ármót      Segull frá Flugumýri II            7,60
  3. Jakob Svavar Sigurðsson Top Reiter / Ármót      Asi frá Lundum II 7,53           
  4. Hulda Gústafsdóttir     Árbakki / Norður-Götur  Sveigur frá Varmadal  7,37          
  5. Ólafur Ásgeirsson       Spónn.is        Hugleikur frá Galtanesi 7,27
  6. Sigurður Sigurðarson    Lýsi    Loki frá Selfossi 7,07                 
  7. Hinrik Bragason Árbakki / Norður-Götur  Ketill frá Kvistum, 7,17
  8. Guðmundur Björgvinsson  Top Reiter / Ármót      GLaðdís frá Kjarnholtum I, 7,10
  9. Teitur Árnason  Árbakki / Norður-Götur  Hængur frá Hæl
  10. Viðar Ingólfsson        Hrímnir Vornótt frá Hólabrekku, 6,93