fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árshátíð Sleipnis

26. október 2019 kl. 11:00

Hluti af verðlaunahöfum Sleipnis

Góður árangur Sleipnisfélaga

 

 

Um síðustu helgi fór árshátíð hestamannafélagsins Sleipnis fram í Hvíta Húsinu á Selfossi, en 90 ára afmæli hestamannafélagsins var fagnað við sama tækifæri. Á hátíðinni voru veitt verðlaun og einstök afrek heiðruð s.s. íslandsmeistarar félagsins og bestu tímar ársins í skeiði.

Eftirfarandi aðilar hlutu viðurkenningu á árshátíðinni

Knapi ársins: Olil Amble

Íþróttaknapi ársins: Olil Amble

Gæðingaknapi ársins: Helgi Þór Guðjónsson

Æskulýðsbikar Sleipnis: Védís Huld Sigurðardóttir

Félagar ársins: Ingibjörg Stefánsdóttir og Sigurvaldi R. Hafsteinsson

Íslandsmeistarar ársins:

Olil Amble – Íslandsmeistari í fimmgangi
Sigursteinn Sumarliðason – Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum
Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir – Íslandsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum ungmenna
Glódís Rún Sigurðardóttir – Íslandsmeistari í tölti unglinga
Védís Huld Sigurðardóttir – Íslandsmeistari í fjórgangi, fimi og stigahæsti knapi í unglingaflokki

Bestu tímar ársins í skeiði:

250 metra skeið: Krókus frá Dalbæ; 22,03 sekúndur. knapi: Sigursteinn Sumarliðason
150 metra skeið: Blikka frá Þóroddsstöðum; 14,45 sekúndur. Knapi: Glódís Rún Sigurðardóttir
100 metra skeið: Krókus frá Dalbæ; 7,53 sekúndur. Knapi: Sigursteinn Sumarliðason

Ræktunarbikar Sleipnis: Páll Stefánsson og Edda Björk Ólafsdóttir Stuðlum og Haukur Balvinsson og Ragnhildur Loftsdóttir Austurási fyrir Draupni frá Stuðlum sem er hæst dæmdi hestur ársins í eigu Sleipnisfélaga.

 Heiðursfélagar: Jón S. Gunnarsson og Haraldur Þórarinsson