laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árshátíð Mána - forsala miða

29. janúar 2010 kl. 13:43

Árshátíð Mána - forsala miða

Forsalan á árshátíð hestamannafélagsins Mána fer fram í reiðhöll Mána mánudaginn 1. febrúar frá kl 19:00– 21:00. Fólk er beðið að kaupa aðgöngumiða á þessum auglýsta tíma svo að hægt sé að gefa upp fjölda í mat.

Happdrættið hefur aldrei verið eins glæsilegt og núna og eru vinningarnir komnir vel yfir 40 talsins og má þar nefna 3 folatolla.
Einnig verður skemmtilegt uppboð á folatolli. Það er enginn annar en heimsmeistarinn frá því í fyrra Tenór frá Túnsbergi
Minnum á forsölu happdrættismiða og aðgöngumiða árshátíðar Mána.

Matseðill árshátíðarinnar :

Forréttir

Koníaksgrafinn lax með mildri sinnepsdillsósu
Villibráðarpaté á villtu salati með rifsberja-compot
Rækju og sjávarréttasalat „sweet chilli“ í vatnsmelónu
Nýbökuð brauð

Aðalréttir
Jurtamarinerað hægsteikt Lambalæri
Hunangslegnar kalkúnabringur
Rjómalöguð villijurtarsósa
Sykurbrúnaðar kartöflur
Gratíneraðar kartöflur
Timían ristað grænmeti
Ferskt salat

Þeir sem ekki komast á þessum tíma til að kaupa miða geta hringt í
síma  893 3088 (Bryndís) eða 698 5896 (Sigrún)

Kveðja
Skemmtinefndin