fimmtudagur, 14. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árshátíð hestamannafélagsins Skagfirðings

1. nóvember 2019 kl. 20:40

Ásdís Ósk er ein af þeim sem tilnefnd er í flokknum ungmenni ársins

Skagfirðingar kunna að skemmta sér og ætla sér að halda árshátíð 9.nóvember


Árshátíðin verður haldin í Ljósheimum laugardagskvöldið 9.nóvember klukkan 20:00, húsið opnar klukkan 19:30. Veislustjóri kvöldsins er Elvar Logi Friðriksson. Ávarp, fjöldasöngur og glens. Viðurkenningar veittar til Skagfirskra afreksknapa ársins 2019.

Happdrættir. Alliðr miðar á árshátíðina gilda sem happdrættismiðar. Aukamiðar verða til sölu á árshátíðinni, sem verða seldir til styrktar félagsheimili okkar, Tjarnabæ og keppnissvæði hmf Skagfirðings á Sauðárkróki.

Aukamiði kostar 2.000 kr., eingöngu seldir árshátíðargestum á staðnum.

Vinningar er gullpottur af folatollum undan ekki minni hestum en Kveik frá Stangarlæk, Trymbli frá Stóra-Ási, Dofra frá Sauðárkróki, Atla frá Efri-Fitjum og e.t.v. fleiri gæðingum. – Hér er miði möguleiki.

Félagsmaður ársins“ – allir geta sent tillögur um duglegasta sjálfboðaliðann í textaskilaboð í síma; 899-8031 til 8.nóv

Þriggja rétta Skagfirskt hlaðborð. Danshljómsveitin Smóking leikur fyrir dunandi dansi langt fram á nótt.
18 ára aldurstakmark og miðaverð 6.500 krónur. Miðapantanir hjá Rósu Maríu, 861-3460 og hjá Ásu, 862-0806/ asa@midsitja.is til klukkan 24:00 þriðjudaginn 5.nóv.

Tilnefningar til afreksknapa Hestamannafélagsins Skagfirðings eru í stafrófsröð. Knapi ársins í Skagafirði verður tilkynntur á hátíðinni.

Ungmennaflokkur

Ásdís Ósk Elvarsdóttir
Guðmar Freyr Magnússon
Viktoría Eik Elvarsdóttir

Áhugamannaflokkur

Birna M. Sigurbjörnsdóttir
Rósanna Valdimarsdóttir
Steindóra Ólöf Haraldsdóttir

Íþróttaknapi ársins

Magnús Bragi Magnússon
Mette Mannseth
Þórarinn Eymundsson

Skeiðknapi ársins

Bjarni Jónasson
Finnbogi Bjarnason
Þórarinn Eymundsson

Gæðingaknapi ársins

Magnús Bragi Magnússon
Mette Mannseth
Skapti Steinbjörnsson