laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aron mætir á Ræktun 2012

28. apríl 2012 kl. 12:14

Aron mætir á Ræktun 2012

Sýningin Ræktun 2012 fer fram í Ölfushöllinni í kvöld kl. 20 og verður þar mikið um dýrðir að er fram kemur í tilkynningu.

 
"Við höfum kynnt fjölda frábærra hrossa til leiks sl. daga og nú bætist enn í hópinn en staðfest er að höfðinginn mikli og afreks kynbótahesturinn Aron frá Strandarhöfði mætir til leiks. Aron sló í gegn á Fákar og fjör fyrir norðan um daginn er í feiknaformi.
Einnig fá gestir að sjá hinn kraftmikla Mátt frá Leirubakka og glæsihryssan Dögg frá Steinnesi, sem aldrei hefur verið betri, mun sýna sig ásamt fleiri góðum. Loki frá Selfossi hefur vakið mikla athygli undanfarið og nú fá áhorfendur að sjá afkvæmi hans í fyrsta skipti. Váli frá Eystra-Súlunesi kemur fram, Hágangssonurinn Djákni frá Hellulandi, Hólmar frá Akureyri - af Vatnsleysukyni - og 1v hryssan Sigurrós frá Lækjarbotnum.
Að auki má minna á öll níufimm og tíu hrossin sem við nefndum í fyrri frétt, sem og alla LM sigurvegara í hringvallargreinum og margt, margt fleira. Einnig verður síðasti séns að kaupa miða í stóðhestahappdrætti Hrossaræktar.is á staðnum, en þar eru í vinninga á annað hundrað folatollar, auk ferðar á Löngufjörur með hestaferðum Óla Flosa. Allur ágóði af happdrættinu rennur óskiptur til barna- og unglinga hjá LAUF félagi flogaveikra.
Það verður fjör í Ölfushöllinni í kvöld og þar er alltaf gott veður! Miðaverð er kr. 2.500, en frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Forsala fer fram hjá Ástund og Top Reiter í Reykjavík, hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi, hjá Árhúsum á Hellu og Fóðurblöndunni á Hvolsvelli, auk þess sem hægt verður að kaupa miða við innganginn."