þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arnór Dan Reykjavíkurmeistari

10. maí 2015 kl. 18:00

Arnór Dan og Straumur frá Sörlatungu

Niðurstöður úrslit í slaktaumatölti í ungmennaflokki á Reykjavíkurmóti.

Arnór Dan Kristinsson sigraði slaktaumatölt í ungmennaflokki með einkunnina 7,25 en hann er jafnframt Reykjavíkurmeistari. Fríða Hansen og Nös frá Leirubakka voru í öðru sæti með 7,04 í einkunn og í því þriðja er Konráð Axel Gylfason á Dökkva frá Leysingjastöðum II með 6,71 í einkunn.

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Dofri frá Steinnesi urðu samanlagðir sigurvegarar í fimmgangsgreinum en þeir kepptu einning í fimmgangi og gæðingaskeiði.

A-úrslit - slaktaumatölt - ungmennaflokkur
1 Arnór Dan Kristinsson / Straumur frá Sörlatungu 7,25 
2 Fríða Hansen / Nös frá Leirubakka 7,04 
3 Konráð Axel Gylfason / Dökkvi frá Leysingjastöðum II 6,71 
4 Halldór Þorbjörnsson / Skjálfta-Hrina frá Miðengi 6,08 
5 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Dofri frá Steinnesi 6,00