laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arnoddur heillar í Þýskalandi-

22. desember 2011 kl. 10:53

Arnoddur heillar í Þýskalandi-

Stóðhesturinn faxprúði Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, kom á dögunum fram á sýningu í fyrsta skipti frá því hann sigraði 6 vetra flokk stóðhesta á Heimsmeistaramótinu í Austurríki í sumar.

Sex ára hnáta, Lilly Füchtenschnieder, sýndi hestagullið fasmikla á vígalegu brokki og tölti og bræddi hann hjörtu áhorfenda sem aldrei fyrr með gangrými og traustri lund.

Meðfylgjandi eru myndir af Arnoddi og Lilly.