mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni, Teitur og Ragnar fljótastir

31. júlí 2013 kl. 23:34

Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli

Niðurstöður frá fjórðu skeiðleikunum

Já það var mikið strákafans í skeiðinu í kvöld en einungis ein stelpa nældi sér í sæti í topp fimm en það var hún Berglind Rósa Guðmundsdóttir en hún var á Herði frá Reykjavík og enduðu þau í öðru sæti í 100m. skeiðinu. Það munaði einu sekúndubroti á þeim Berglindi og Ragnari Tómassyni sem sigraði 100m. skeiðið á 7,57 

Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli fóru á mjög góðum tíma í 150m. skeiðinu eða 14,16. Í öðru sæti á eftir honum var Ragnar Tómasson á Glettu frá Bringu með tíman 14,38. 

Árni Björn Pálsson hafði loks tengdaföður sinn, Sigurbjörn Bárðason, í 250m. skeiðinu en Sigurbjörn hefur sigraði 250m. skeiðið á öllum skeiðleikunum í ár. Árni Björn var á Korku frá Steinnesi og fóru þau 250m. á 22,32. Sigurbjörn var á Andra frá Lynghaga en þeir fóru á tímanum 22,37 og enduðu í 2. sæti. Í þriðja sæti var svo Daníel Larsen á Farfús frá Langsstöðum á 22,50 sek.

250m. skeið:

1. Árni Björn Pálsson Korka frá Stennesi 22,32
2. Sigurbjörn Bárðason Andri frá Lynghaga 22,37
3. Daníel Ingi Larsen Farfús frá Langsstöðum 22,50
4. Bjarni Bjarnason Hera frá Þóroddsstöðum 22,67
5. Daníel Ingi Smárason Blængur frá Árbæjarhjáleigu II 23,00 

150m. skeið:

1. Teitur Árnason Tumi frá Borgarhóli 14,16
2. Ragnar Tómasson Gletta frá Bringu 14,38
3. Sigurbjörn Bárðason Óðinn frá Búðardal 14,42
4. Ævar Örn Guðjónsson 14,71
5. Reynir Örn Pálmason 14,73

100m. skeið:

1. Ragnar Tómasson Branda frá Holtsmúla 1 7,57
2. Berglind Rósa Guðmundsdóttir Hörður frá Reykjavík 7,58
3. Daníel Ingi Smárason Blængur frá Árbæjarhjáleigu 7,60
4. Bjarni Bjarnason Hera frá Þóroddsstöðum 7,68
5. Ævar Örn Guðjónsson Vaka frá Sjávarborg 7,70