miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni og Oddur efstir eftir forkeppni

7. maí 2015 kl. 16:16

Hulda Gústafsdóttir og Birkir frá Vatni í forkeppninni í dag. Þau hlutu 7,03 í einkunn og eru önnur inn í úrslit.

Sterkir hestar öttu kappi í fimmgangi Meistaraflokks á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Forkeppni fimmgangs í Meistaraflokki á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks var að ljúka. Á ráslista voru 35 sterkir vekringar, þaulreynd keppnishross sem og hátt dæmdir stóðhestar sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni.

Hæstu einkunn keppenda hlutu Árni Björn Pálsson og Oddur frá Breiðholti, 7,10. Hulda Gústafsdóttir og Birkir frá Vatni fengu næsthæstu einkunn, 7,03. Daníel Jónsson og Þór frá Votumýri fengu 6,93. Fjórða var Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Héðinn Skúli frá Oddhól með 6,90. Síðustu keppendur inn í úrslit er Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla sem fengu 6,80 í einkunn. Niðurstöður forkeppninnar má nálgast hér að neðan en úrslit flokksins fara fram um helgina.

Reykjarvíkurmeistaramótið heldur áfram í dag með forkeppni í fimmgangi annarra flokka.

1 Árni Björn Pálsson / Oddur frá Breiðholti í Flóa 7,10
2 Hulda Gústafsdóttir / Birkir frá Vatni 7,03
3 Daníel Jónsson / Þór frá Votumýri 2 6,93
4 Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Héðinn Skúli frá Oddhóli 6,90 ...
5 Reynir Örn Pálmason / Greifi frá Holtsmúla 1 6,80
42162 Þorvaldur Árni Þorvaldsson / Sif frá Helgastöðum 2 6,50
42162 Viðar Ingólfsson / Kapall frá Kommu 6,50
8 Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir / Penni frá Eystra-Fróðholti 6,47
42258 Kári Steinsson / Binný frá Björgum 6,43
42258 Sigurbjörn Bárðarson / Spói frá Litlu-Brekku 6,43
42258 Eyrún Ýr Pálsdóttir / Hrannar frá Flugumýri II 6,43
42351 Sigurður Vignir Matthíasson / Gormur frá Efri-Þverá 6,40
42351 Róbert Petersen / Prins frá Blönduósi 6,40
14 Hans Þór Hilmarsson / Kiljan frá Steinnesi 6,37
15 Mette Mannseth / Stjörnustæll frá Dalvík 6,33
16 Bjarni Bjarnason / Hnokki frá Þóroddsstöðum 6,27
17-18 Sigurður Vignir Matthíasson / Gustur frá Lambhaga 6,23
17-18 Anna S. Valdemarsdóttir / Blökk frá Þingholti 6,23
19-20 Líney María Hjálmarsdóttir / Kunningi frá Varmalæk 6,10
19-20 Björn Einarsson / Hersir frá Lambanesi 6,10
21 Atli Guðmundsson / Freyr frá Hvoli 6,03
22 Pernille Lyager Möller / Álfsteinn frá Hvolsvelli 5,97
23 Guðmar Þór Pétursson / Helgi frá Neðri-Hrepp 5,67
24 John Sigurjónsson / Hljómur frá Skálpastöðum 5,60
25 Anna S. Valdemarsdóttir / Krókur frá Ytra-Dalsgerði 5,43
26 Ragnar Tómasson / Kráka frá Bjarkarey 5,37
27 Atli Guðmundsson / Oddsteinn frá Halakoti 5,33
28-30 Valdimar Bergstað / Krapi frá Selfossi 0,00
28-30 Valdimar Bergstað / Þyrla frá Böðmóðsstöðum 2 0,00
28-30 Sigursteinn Sumarliðason / Krókus frá Dalbæ 0,00