miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni hafði sigur

odinn@eidfaxi.is
10. mars 2016 kl. 23:22

Árni Björn og Oddur.

Hart barist í úrslitum MD2016 í fimmgangi.

Í kvöld fór fram feyknasterk fimmgangskeppni Meistaradeildar í Reiðhöllinni í Spretti. Aðstaða til fimmgangskeppni og fyrir áhorfendur er til fyrirmyndar en þetta er í fyrsta sinn sem keppnin fer fram annar staðar en á Ingólfshvoli.

Svo fór að Árni Björn vann keppni kvöldsins eftir að hafa komið þriðji inn. Daníel Jónsson og Þór frá Votumýri 2 komu efstir inn í úrslitin, en urðu að láta sér annað sætið að góðu. Þriðja varð Hulda Gústafsdóttir á Birki frá Vatni og sýndu þau enn og aftur að þau eru í hópi allra sterkustu para í þessari grein.

 

Úrslitin urðu sem hér segir:

 

 

1. Árni Björn Pálsson  Oddur frá Breiðholti   7.26    

2. Daníel Jónsson        Þór frá Votumýri  7.21           

3. Hulda Gústafsdóttir            Birkir frá Vatni            7.10   

4. Ísólfur Líndal Þórisson        Sólbjartur frá Flekkudal 7.00 

5. Sigurður Vignir Matthíasson,         Gormur frá Efri-Þverá 6.64   

6. Hinrik Bragason,     Hervar frá Hamarsey 6.62