þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni Björn og Flaumur Íslandsmeistarar

7. júlí 2019 kl. 11:54

Árni Björn Pálsson og Flaumur

Hlutu m.a. eina 10 fyrir stökk og í meðaleinkunn 9,5.

 

Árni Björn Pálsson sigraði fjórgang meistara á Flaumi frá Sólvangi en þeir hlutu m.a. eina 10,0 fyrir sýningu á stökki. Heildareinkunn þeirra er 8,43 og má segja að þeir hafi sigrað þessi glæsilegu úrslit með yfirburðum.

Í öðru sæti varð Ásmundur Ernir Snorrason og Frægur með 7,87. Hástökkvarinn í fjórgangi er Ragnhildur Haraldsdóttir og Vákur frá Vatnsenda en þau sigruðu b-úrslitin í gækvöldi og enduðu í þriðja sæti her í a-úrslitum með 7,83 í einkunn.

Nú er matarhlé hér á Íslandsmóti og svo heldur veislan áfram

Sæti         Keppandi        Heildareinkunn

1              Árni Björn Pálsson / Flaumur frá Sólvangi    8,43     

2              Ásmundur Ernir Snorrason / Frægur frá Strandarhöfði          7,87     

3              Ragnhildur Haraldsdóttir / Vákur frá Vatnsenda        7,83     

4              Jakob Svavar Sigurðsson / Hálfmáni frá Steinsholti 7,80     

5              Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Óskar frá Breiðstöðum        7,77     

6              Elin Holst / Frami frá Ketilsstöðum    7,70