sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni Björn meistari í annað sinn

odinn@eidfaxi.is
11. apríl 2015 kl. 00:02

Árni sigraði einstaklingskeppnina í ár með yfirburðum

Sigraði heildarkeppnina með yfirburðum.

Nú rétt í þessu var seinustu Meistaradeildarkeppni tímabilsins að ljúka en svo fór að Árni Björn Pálsson stóð uppi með pálmann í höndunum og var langstigahæstur keppenda þetta tímabilið. 

Í öðru sæti var Ísólfur Líndal Þórisson og þriðji varð Sigurbjörn Bárðarson. 

Í kvöld fóru fram tvær greinar tölt T2 þar sem Lena Zielinski  sigraði á hryssunni Melkorku frá Hárlaugsstöðum 2 en í skeiðinu í gegnum höllina sigraði Bjarni Bjarnason á Heru frá Þóroddsstöðum á tímanum 5,97 sekúndum.