sunnudagur, 21. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árni Björn mætir með Storm frá Herríðarhóli

15. febrúar 2015 kl. 22:55

Stormur frá Herríðarhóli og Árni Björn Pálsson

Stórsýning sunnlenskra hestamanna

Árni Björn Pálsson mun mæta með stóðhestinn og gæðinginn Storm frá Herríðarhóli á Stórsýningu sunnlenskra hestamanna, sem haldin verður í Rangárhöllinni á skírdagskvöld, 2. apríl næstkomandi. Dagskrá sýningarinnar er óðum að taka á sig mynd og ljóst að margt frægra hesta mun koma fram, í bland við yngri og óreyndari hross. Það er Rangárhöllin ehf  á Gaddsstaðaflötum ,  í samvinnu við hrossaræktendur á Suðurlandi, sem gengst fyrir sýningunni.
 
Auglýst hefur verið eftir hrossum á sýninguna og hefur þegar komið í ljós mikill áhugi hrossaræktenda á að vera með, og er skráning nú í fullum gangi. Hestamenn munu fá æfingatíma í reiðhöllinni þegar nær dregur, þar sem fólki gefst kostur á að reyna gæðinga sýna á sýningarsvæðinu.
 
Þulir og sýningastjórar verða ekki af verri endanum, en það eru þeir Ágúst Sigurðsson í Kirkjubæ og Sigurður Sæmundsson á Skeiðvöllum. Báðir eru þeir þaulkunnugir mönnum og hestum í héraðinu og þóttvíðar væri  leitað: Ágúst var um árabil hrossaræktarráðunautur Bændasamtakanna og Sigurður var um langt skeið landsliðseinvaldur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum, segir í tilkynningu frá mótanefnd