föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arnar Bjarki sigraði fjórgangskeppni

22. febrúar 2015 kl. 20:02

Verðlaunahafar í fjórgangskeppni Uppsveitadeildarinnar.

Uppsveitadeildinn sett í sjötta sinn.

Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2015 hófst með pompi og prakt föstudagskvöldið 20. febrúar í Reiðhöllinni á Flúðum. Húsfyllir var og áhorfendur biðu óþreyjufullir eftir því að berja 24 keppendur augum sem öttu kappi saman í jafnri og spennandi keppni, að er fram kemur í frétt frá mótshöldurum.

"Uppsveitadeildin var sett í sjötta sinn og hefur fest sig í sessi í keppnishaldi Uppsveitanna á útmánuðum ár hvert. Keppt er í þrjú skipti með um það bil mánaðar millibili og hefst tímabilið á keppni í fjórgangi. Þar á eftir fer fram keppni í fimmgangi og á síðasta keppniskvöldinu er keppt í tölti og skeiði. Flúðasveppir er aðal styrktaraðili keppninnar.

Undanfarin ár hafa sjö lið att kappi saman en núna bættist eitt lið í hópinn. 36 knapar skipa liðin átta og keppa 24 þeirra í hvert skipti.

Að lokinni forkeppni í fjórgangi lá fyrir að Hulda Finnsdóttir á Hrísey frá Langholtsparti var efst inn í A - úrslit með einkunnina 6,77. Næstur á eftir henni var Bjarni Bjarnason á Hnokka frá Þóroddsstöðum með einunnina 6,63. Þriðji inn í A - úrslit var Sólon Morthens á Mími frá Hofi með 6,57 og síðasta örugga sætið hlaut Arnar Bjarki Sigurðsson og Glæsir frá Torfunesi með 6,50 í einkunn.

Efst inn í B - úrslit kom Árný Oddbjörg Oddsdóttir á Júpiter frá Garðakoti, með einkunnina 6,40. Næst á eftir henni var Sigurbjörg Bára Björnsdóttir á Blossa frá Vorsabæ II með 6,33. Þar á eftir kom Birna Káradóttir á Kolfinni frá Efri - Gegnishólum með einkunnina 6,30. Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson og Leikur frá Glæsibæ 2 fylgdu fast á eftir með 6,27 og síðastur inn í B - úrslit varð Finnur Jóhannesson og Djásn frá Lambanesi með einkunnina 6,17.

Í B - úrslitum reyndust Sigurbjörg Bára og Blossi sterkust og unnu sér rétt til keppni í A - úrslitum með einkunnina 6,73.

Það var eftirvænting í loftinu þegar A - úrslitin hófust. Keppnin var jöfn og var litill munur á milli keppenda eftir hverja gangtegund. Einungis skyldu 0,03 stig á milli fyrsta og annars sætis að lokum þar sem Arnar Bjarki Sigurðarson á Glæsi frá Torfunesi hafði betur gegn Bjarna Bjarnasyni á Hnokka frá Þóroddsstöðum. Þriðja sætið hlutu Hulda Finnsdóttir og Hrísey frá Langholtsparti með 6,90 í einkunn, Sólon Morthens 0g Mímir frá Hvoli fylgdu þar á eftir í fjórða sæti með einkunnina 6,83 og fimmta sætið hlutu Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Blossi frá Vorsabæ II með 6,57 í einkunn."

Úrslitin í fjórgangi eru þessi:

 1. Arnar Bjarki Sigurðarson og Glæsir frá Torfunesi,                    Hrosshagi/Sunnuhvoll        7,03.
 2.  Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum,                       Arion banka liðið                  7,00.
 3.  Hulda Finnsdóttir og Hrísey frá Langholtsparti,             Landstólpi                             6,90.
 4.  Sólon Morthens og Mímir frá Hvoli,                                             Hrosshagi/Sunnuhvoll        6,83.
 5. Sigurbjörg Bára Björnsdóttir og Blossi frá Vorsabæ II, Þórisjötnar                            6,57.
 6. Birna Káradóttir og Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum,                 Þórisjötnar                            6,43.
 7. Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson og Leikur frá Glæsibæ 2,         Forsæti                                  6,40.
 8. Finnur Jóhannesson og Djásn frá Lambanesi,                 Gamli og guttarnir                6,40.
 9. Árný Oddbjörg Oddsdóttir og Júpiter frá Garðakoti,                  Hrosshagi/Sunnuhvoll        6,07.

Allir knapar sem ljúka keppni fá stig fyrir sig og lið sitt. Efsti knapi fær 24 stig, sá næsti 23 stig og svo koll af kolli. Þeir knapar sem sem eru jafnir í sætum deila með sér stigunum.

Staða liða eftir fjórganginn er þessi:

 1. Hrosshagi/Sunnuhvoll,                               61 stig.
 2. Þórisjötnar,                                       54 stig.
 3. Gamli og guttarnir,                           41,5 stig.
 4. Arion banka liðið,                            38,5 stig.
 5. Landstólpi,                                                    36 stig.
 6. Forsæti,                                                         24,5 stig.
 7. Jáverk,                                                           22,5 stig.
 8. Kílhraun,                                                       22 stig.