þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árleg fundarferð um landið.

14. mars 2017 kl. 14:37

Þorvaldur Kristjánsson

Í kvöld - Suðurland – Hliðskjálf á Selfossi kl. 20:00.

Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna halda áfram og verða á eftirfarandi stöðum:

15. mars miðvikudagur Suðurland – Hliðskjálf á Selfossi kl. 20:00.

Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:

·         Félagskerfi Félags hrossabænda.
·         Markaðsmál.
·         Þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala.
·         Nýjungar í skýrsluhaldinu.
·         Nýjungar í kynbótadómum.

Eins og sjá má verður margt áhugavert á döfunni.

Með fulltrúum Félags hrossabænda og fagráðs, þeim Sveini Steinarssyni formanni Félags hrossabænda og fagráðs og Þorvaldi Kristjánssyni, ábyrgðarmanni í hrossarækt verður Lárus Á. Hannesson formaður Landssambands Hestamannafélaga og munu þeir verða frummælendur fundanna.

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.