mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arion efstur

29. júní 2016 kl. 18:06

Daníel Jónsson og Arion frá Eystra-Fróðholti

Milliriðlar í A flokki í fullum gangi í glampandi sól í Hjaltadalnum.

Milliriðlar í A flokki eru hálfnaðir en efstur sem stendur er Arion frá Eystra-Fróðholti. Jón Óskar Jóhannesson og Örvar frá Gljúfri lentu í því leiðinlega atviki að hesturinn hrasaði á skeiðinu og hlutu því ekki fulla einkunn fyrir skeið. Mjög leiðinlegt fyrir þá félaga en þeir áttu flotta sýningu inn á hringvellinum og skeiðspretturinn leit mjög vel út. 

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar fyrir hlé:

Arion / Daníel Jónsson 8,93
Sjóður / Guðmundur Björgvinsson 8,77
Sif / Teitur Árnason 8,72
Brigða / Þórarinn Eymundsson 8,72
Villingur / Árni Björn Pálsson 8,70
Hersir / Jakob S. Sigurðsson 8,66
Narri / Þórarinn Eymundsson 8,65
Karl / Mette Mannseth 8,65
Nagli / Sigurbjörn Bárðarson 8,65
Gormur / Sigurður V. Matthíasson 8,61
Byr / Hinrik Bragason 8,61
Þröstur / Bergur Jónsson 8,51
Laxnes / Reynir Örn Pálmason 8,50
Prins / Ísleifur Jónsson  8,49
Nói / Steingrímur SIgurðsson 8,17
Gangster / Stefán Birgir Stefánsson 8,16
Örvar / Jón Óskar Jóhannesson 8,14
Sálmur / Atli Guðmundsson 8,11