laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arður kemur suður

19. júlí 2010 kl. 15:23

Arður kemur suður

Stóðhesturinn Arður frá Brautarholti er á leið aftur á suðurlandið eftir

nokkrar góðar vikur norðan heiða, og mætir hann í Sandhólaferju þann 27. júlí næstkomandi.

 

Fyrir þá sem ekki vita þá er Arður undan tveimur af albestu kynbótahrossum

landsins, þeim Orra frá Þúfu og Öskju frá Miðsitju, sem bæði hafa sett

rækilegan svip á íslenska hrossarækt á síðustu árum.

 

Arður sjálfur hefur líka farið mjög vel af stað sem kynbótahestur.

Hann er aðeins níu vetra gamall en hefur nú þegar skilað tíu hrossum til

dóms, þ.á.m. fimm vetra stóðhestunum Blysfara frá Fremra-Hálsi og Blæ frá

Miðsitju, sem fóru báðir í góða dóma á héraðssýningu í Skagafirði nú á

dögunum, Blysfari með 8,31 í aðaleinkunn og Blær með 8,25, að ógleymdri

tölthryssunni mögnuðu, Dívu frá Álfhólum.

 

Sem fyrr segir þá kemur Arður í Sandhólaferju 27. júlí og verður þar út

sumarið. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu

Sandhólaferjubúsins (http://sandholaferja.is/) og í síma  893-0698

(Jakobína) og 661-9112 (Guðmar).