sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arður frá Brautarholti skilar arði

15. júní 2011 kl. 12:21

Arður frá Brautarholti, knapi Þórður Þorgeirsson.

Er efstur stóðhesta með 1. verðlaun fyrir afkvæmi á LM2011

Ellefu stóðhestar hafa ánnið sér rétt til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi á LM2011. Arður frá Brautarholti er þar á toppnum með 128 stig og hefur tekið mikið stökk síðan í fyrra. Hann á 16 fulldæmd afkvæmi. Aðaleinkunn sköpulags er 118 og kosta 125.

Í öðru sæti er Álfur frá Selfossi með 126 stig í aðaleinkunn og 29 fulldæmd afkvæmi. Blær frá Torfunesi kemur nú upp á milli stærri spámanna og er í þriðja sæti með 125 stig og 19 fulldæmd afkvæmi.

Kjarni frá Þjóðólfshaga kom óvænt inn á listann í útreikningi sem kom inn í World-Feng í morgun. Hann er með 18 fulldæmd afkvæmi og 118 stig í aðaleinkunn.

Klettur frá Hvammi, sem flestir gerðu ráð fyrir að yrði í þessum hópi, sígur í einkunn og nær ekki lágmarkinu. Er með 115 stig í aðaleinkunn fyrir 43 fulldæmd afkvæmi. Lágmarkið er 118 stig.

Stóðhestar með 1. verðlaun fyrir afkvæmi 2011:
1 Arður frá Brautarholti: 128 stig
2 Álfur frá Selfossi: 126 stig
3 Blær frá Torfunesi: 125 stig
4 Stáli frá Kjarri: 125 stig
5 Vilmundur frá Feti: 124 stig
6 Krákur frá Blesastöðum 1a: 123 stig
7 Gígjar frá Auðsholtshjáleigu: 121 stig
8 Sólon Skáney. 121 stig
9 Þóroddur frá Þóroddsstöðum: 120 stig
10 Þristur frá Feti: 119 stig
11 Kjarni frá Þjóðólfshaga: 118 stig