miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árbæjarhjáleiga og Dalur

4. júlí 2014 kl. 17:00

Jarl frá Árbæjarhjáleigu.

Kynning ræktunarbúa.

Enn heldur kynningin áfram og eru það nú ræktunarbúin Árbæjarhjáleiga og Dalur.

Árbæjarhjáleiga

Ræktunin í Árbæjarhjáleigu hófst 1992 þegar Kristinn og Marjolijn fluttu á staðinn en í dag er öll fjölskyldan á einn eða annan hátt viðloðin hestamennskuna. Árbæjarhjáleiga er staðsett á suðurlandi, rétt við Hellu. Þeir hestar sem hafa sett hvað mest mark á ræktunina í Árbæjarhjáleigu eru þeir Ófeigur frá Flugumýri og Þokki frá Garði.

Ræktunarmarkmið búsins er að rækta alhliða, geðgóða gæðinga með mjúkar og fallegar hreyfingar. 

Dalur

Dalur er staðsett rétt utan við Reykjavík. Frá árinu 1978 hefur hrossarækt verið stunduð í Dallandi og hross verið tamnin og þjálfuð í hestamiðstöðinni Dal. Ekkert hrossaræktarbú á Íslandi af þessari stærðargráðu er staðsett svona nálægt höfuðborgarsvæðinu. Frá Dallandi hafa komið fjöldi úrvals hross, bæði góðir reiðhestar sem og keppnis- og kynbótahross.

Markmið í ræktun er að rækta fallegan og glaðan hæfileikahest