fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árangur sæðinga í góðu meðallagi

8. september 2011 kl. 17:54

Á annað hundrað folalda mun fæðast undan Spuna frá Vesturkoti næsta sumar.

Á annað hundrað hryssna fengnar við Spuna

Fyrstu tölur um árangur sæðinga og fósturvísaflutninga á Sandhólaferju benda til að útkoman sé í góðu meðallagi miðað við árangur fyrri ára í tæknifrjóvgunum hér á landi.

Guðmar Aubertsson dýralæknir á Sanhólaferju segir að of snemmt sé að fullyrða um endanlega útkomu, ennþá vanti upplýsingar um allmargar hryssur. Ljóst sé þó að vel yfir hundrað hryssur séu fengnar við Spuna frá Vesturkoti og hátt í 100 við Kráki frá Blesastöðum 1a.

Mjög gott fyljunarhlutfall er hjá Kráki, eða á milli 80 og 90%. Einnig er gott hlutfall hjá Héðni frá Feti og Kjarna frá Þjóðólfshaga. Yfir 30 hryssur hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr fósturvísaflutningum.