miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aprílgabb - Eiðfaxi og Hrossarækt ehf í eina sæng

1. apríl 2013 kl. 13:18

Aprílgabb - Eiðfaxi og Hrossarækt ehf í eina sæng

Eftirfarandi frétt var aprílgabb en eftir samráð Eiðfaxablaðamanns og Isibless var eftirfarandi frétt skrifuð.

Við höldum áfram sitt í hvoru lagi en minnum á að lokaskil fyrir myndir og upplýsingar um stóðhesta í stóðhestablaði Eiðfaxa er á morgun.

Hrossaræktar ehf. hefur gengið til liðs við Eiðfaxa en eins og flestir vita gekk Eiðfaxi og Hestablaðið í eina sæng fyrr á árinu. Magnús Benediktsson, einn af eigendum Hrossaræktar og Myllusetur hafi átt í samningaviðræðum nú um skeið, en samningar um kaupin náðust rétt fyrir páska. Talsverð samlegðaráhrif eru af þessari sameiningu og við hana myndast sterkur miðill á heimsvísu.

„Ekki er en ljóst með útgáfu en allar líkur eru á því að Eiðfaxanafnið verði notað enda er það mjög sterkt vörumerki á heimsvísu“ Segir Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóra Mylluseturs.

Pétur sagði að við samruna Eiðfaxa og Mylluseturs hafi fjöldi starfsmanna aukist mikið á skrifstofu fyrirtækisins en starfsmenn Viðskiptablaðsins hafi kvartað yfir ónæði á skrifstofum félagsins og það var orðin vaxandi spenna á vinnustaðnum. Þessi starfssemi er bar svo ólík og erfitt að reka þetta í sama húsi og Viðskiptablaðamennsku  Sagði Pétur Árni.

Ekki verða miklar breytingar á starfsfólki, nema að Hulda G. Geirsdóttir mun taka við ritstjórastarfinu og Jens Einarsson mun verða eftir hjá Myllusetri enda hefur hann unnið lengst hjá fyrirtækinu. Aðrir starfsmenn halda störfum sínum enda er stefnt á enn frekari útgáfu og leita meira inn á tölvu og margmiðlunarþætti útgáfunnar eins og App fyrir spjaldtölvur.