miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Appelsínugula liðið vinnur

5. júlí 2014 kl. 19:25

Frá ræktunarbússýningu Árbæjarhjáleigu á Landsmóti 2014.

Ræktunarbúið Árbæjarhjáleiga fékk flest atkvæði áhorfenda.

Stórskemmtileg sýning Árbæjarhjáleigu sigraði í áhorfendakosningu milli tíu ræktunarbúa sem komu fram í  gærkvöldi. Þau stigu því aftur á stokk í kvöld ásamt Auðsholtshjáleigu og Efri-Rauðalæk, klædd appelsínugulum búningum 

Árbæjarhjáleiga er sannarlega á heimavelli hér á Gaddstaðaflötum. Kristinn Guðnason og fjölskylda standa að baki ræktuninni sem hófst árið 1992. Flaggskip búsins nú eru Vígar frá Skarði og Jarl frá Árbæjarhjáleigu sem fóru fyrir sýningunni.