mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Anton Páll Níelsson með sýnikennslu í Gusti

19. janúar 2011 kl. 14:23

Anton Níelsson á Lúðvík frá Feti.

Einn besti reiðkennari landsins

Anton Páll Níelsson er með sýnikennslu í þjálfun og reiðmennsku í reiðhöll Gusts í Kópavogi í kvöld. Sýningin hefst klukkan 20.00. Ástæða er til að hvetja hestafólk til að mæta á þessa sýningu. Anton Páll, sem er fyrrum reiðkennari á Hólaskóla, og er einn vinsælasti reiðkennari landsins. Einkum er hann snjall í sýnikennslu og hefur einstaklega gott lag á að koma efninu frá sér á auðskyljanlegan hátt. Í kvöld munu nokkrir knapar og hestar aðstoða Anton Pál í sýningunni og verður án efa margt fróðlegt í boði. Rétt er að minna á að frítt er inn fyrir FT félaga en annars er aðgangseyrir 1000 krónur.