miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Anton Páll með sýnikennslu í Flúðahöllinni

27. nóvember 2009 kl. 09:39

Anton Páll með sýnikennslu í Flúðahöllinni

Anton Páll Níelsson, einn af okkar fremstu þjálfurum og reiðkennurum, verður með sýnikennslu í reiðhöllinni á Flúðum miðvikudagskvöldið 2. des n.k. kl:20:00, í samstarfi við hestamannafélagið Loga.
Anton mun fara yfir ýmis grundvallaratrið í þjálfun og koma með hugmyndir að framhaldsþjálfun mismunandi hestgerða.

Anton hefur margra ára reynslu af þjálfun og kennslu og var m.a. einn af þjálfurum íslenska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Sviss sl. sumar, og starfar nú sem yfirþjálfari á hrossaræktarbúinu FETI.

Miðaverði er stillt í hófi, aðeins kr.1000 !!

Sunnlendingar! Notum nú tækifærið til að koma saman, skoða nýja og glæsilega reiðhöll á Flúðum, hitta hestamenn, fræðast og fá hugmyndir um komandi vetrarþjálfun.

Léttar veitingar til sölu í hléi og allir hjartanlega velkomnir!!

Stjórn Loga.