laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annika hafði það

22. febrúar 2014 kl. 13:51

A úrslit í Slaktaumatölti

Annika Skrubbeltrang sigraði slakaumatöltið með 6,88 í einkunn en hún var á Goða frá Hvoli. Það voru miklar sviptingar í slaktaumatöltinu en tveir knapar stigu af baki þegar verið var að ríða á slaka taumnum og hlutu því 0,00 í einkunn fyrir þann þátt. 

Magnús Skúlason var efstur fyrir slaka tauminn en Aspar var frekar ójafn á slaka taumnum en þeir enduðu í fjórða sæti með 6,29 í einkunn.

Efst inn í úrslitin var Frauke og Óskadís en eins og Eiðfaxi hafði greint frá áður afskráðu þau sig úr slaktaumatöltinu. 

Niðurstöður úr A úrslitunum

1. Annika Skrubbeltrang - Goði frá Hvoli 6,88
2. Freija Puttkammer - Blettur von Ellenbach 6,75
3. Jolly Schrenk - Glaesir von der Igelsburg 6,45
4. Magnus Skulason - Aspar frá Fróni 6,29