fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annar sigur Viktors

10. maí 2015 kl. 13:55

Viktor Aron Adolfsson og Glanni frá Hvammi III.

Niðurstöður úr úrslitum fimmgangskeppni unglinga á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks.

Viktor Aron Adolfsson fór með sigur af hólmi í sterkri fimmgangskeppni unglinga á Reykjavíkurmóti Fáks. Hann hlaut í lokaeinkunn 6,29. Þetta er annar sigur Viktors í dag, en hann sigraði einnig fjórgangskeppni unglingaflokks í morgun.

Harpa Sigríður Bjarnadóttir á Greipi frá Syðri-Völlum urðu í 2. sæti. Jöfn í 3.-4. sæti urðu Annabella R. SIgurðardóttir og Arnar Máni SIgurjónsson en sá síðarnefndi er Reykjavíkurmeistari Fáks.

1 Viktor Aron Adolfsson / Glanni frá Hvammi III 6,29
2 Harpa Sigríður Bjarnadóttir / Greipur frá Syðri-Völlum 6,05
3-4 Annabella R Sigurðardóttir / Auður frá Stóra-Hofi 5,76 ...
3-4 Arnar Máni Sigurjónsson / Funi frá Hóli 5,76
5 Linda Bjarnadóttir / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,43
6 Kristófer Darri Sigurðsson / Vorboði frá Kópavogi 4,07