þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annar höfðingi á leið út

6. desember 2013 kl. 10:14

Hrymur frá Hofi

Bætist í stóðhestaflóruna í Noregi

Hrymur frá Hofi er á leið til Noregs en samkvæmt heimildum Eiðfaxa mun hann halda út á næstu dögum. Hrymur mun eyða ævikvöldum sínum í Noregi en það er Sigfús Örn Eyjólfsson sem mun taka á móti Hrym. Samkvæmt WorldFeng á Sigfús 33% í hestinum. 

Hrymur vakti athygli á LM2006 sem glæsilegur og öflugur klárhestur en Hrymur er með 8,16 í aðaleinkunn. Hann er með 9,0 fyrir háls, tölt, brokk og fegurð í reið. Faðir Hryms er Skorri frá Blönduósi og móðir er Hlökk frá Hólum.

Hrymur hefur fengið ágæta notkun hérna heima en hann á 336 afkvæmi skráð í WorldFeng. 46 hafa hlotið fullnaðardóm og af þeim eru 22 með fyrstu verðlaun. Meðal afkvæma Hryms eru glæsihryssurnar Dögg frá Steinnesi og Krít frá Miðhjáleigu.  

 

Krít frá Miðhjáleigu og Leó Geir Arnarsson

 

Dögg frá Steinnesi og Ólafur B. Ásgeirsson