föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annáll ársins 2016 - Vetur

28. desember 2016 kl. 12:00

Landsmót

Ákvörðun Landsmótsstaða, breytt val kynbótahrossa og ársfundur FEIF.

Árið 2016 var viðburðarríkt ár á sviði hestamennskunnar. Á næstu dögum munum við birta örstutta annála og rifja upp tíðindi ársins. Við byrjum á síðastliðnum vetri: 

  • Í janúar var tilkynnt að breytingar yrðu gerðar á vali kynbótahrossa inn á Landsmót en ákveðið var að hverfa frá einkunnalágmörkum og í stað þess var ákveðinn fjöldi efstu hrossa sem vann sér inn þátttökurétt á mótinu. 
  • Ákveðið var að halda Landsmót 2018 í Reykjavík,  LM2020 á Hellu og LM2022 í Spretti í Kópavogi.
  • Janúar snérist að miklu leyti um Landsmót en mikið var auglýst forsala á miðum inn á mótið en aldrei hefur áður selst jafn margir miðar í forsölu.
  • Allar innanhúsdeildirnar fóru í gang en Vesturlandsdeildin var kynnt til sögunnar.
  • Landsamband hestamanna stofnaði afrekshóp fyrir knapa á aldrinum 17 til 21 árs en tilgangur stofnunar hópsins var að halda utan um og efla unga afreksknapa á Íslandi
  • Ákveðið var á ársfundi FEIF sem haldin var í byrjun febrúar að samræma menntunarkröfur kynbótadómara sem og siðareglurnar. Einnig var lengd brauta breytt og er hún nú 250 metrar í staðinn fyrir 250-300m. Einnig var ákveðið að herða reglur í kringum nafngiftir hrossa en íslensk hross á að skíra með íslenskum nöfnum.
  • Einnig voru gerðar breytingar á nokkrum reglum varðandi keppni en samþykkta var að stytta hófa um 0,5 cm í íþróttakeppni. Einnig að herða viðurlög við því að tilkynna ekki eða of seint, forföll í úrslitakeppni. Þá var samþykkt að búa til reglu um hvað skuli gera, bili rafræn tímataka í miðjum kappreiðum.  Er þá sett inn heimild til að setja í gang handtímatöku og skuli bætt 0,4 sek við rafrænan tíma.  Þannig megi, í undantekningartilvikum, nota blandaða tímatöku. Einnig var gefið leyfi fyrir því að sami hestur, með mismundandi knapa, megi hefja keppni á sama móti í fleiri en einni töltgrein og fleiri en einni fjórgangsgrein/fimmgangsgrein.  Þetta er gert fyrst og fremst með lítil mót í huga þar sem fjölskyldur eru jafnvel að keppa á sama hesti.  Þó gilda alltaf reglur um það hvað hestur má hefja keppni oft innan dags.
  • Kvennatöltið varð 15 ára en það hefur frá upphafi verið eitt vinsælasta opna töltmót landsins.