miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annáll 2016 - Vor

29. desember 2016 kl. 12:00

Nípa frá Meðalfelli.

Reiðhallarsýningar, meistarar og kynbótasýningar

Árið 2016 var að sönnu viðburðarríkt ár á sviði hestamennskunnar. Vorið var tími spennu og eftirvæntingar.

  • Reiðhallarsýningar voru haldnar víðsvegar um landið.
  • Markaðsátak íslenska hestsins fékk fullt fjármagn til næstu fjögurra ára. Hagsmunaðilar tóku höndum saman og ákvaðu á setja fullan kraft í að styrkja ímynd íslenska hestsins á alþjóðavettvangi
  • Meistarar voru krýndir en Árni Björn Pálsson sigraði Meistaradeildina fyrir sunnan og Þórarinn Eymundsson sigraði Meistaradeild Norðurlands.
  • Haldið var nýtt mót Meistari meistaranna en þar komu saman sigurvegarar úr mótaröðum landsins og kepptum um titilinn Meistari meistaranna.
  • Röskun var á sýningarhaldi á íslenska hestinum í Danmörku vegna kverkeitlabólgu.
  • Nýjung var bætt inn í WorldFeng en það eru upplýsingar um arfgerð hrossa í DMRT3 erfðavísinum en hann segir til um hvort hestar séu með svokallað “skeiðgen

  • Kynbótasýningar voru á sínum stað og var kynbótasýningin á Hellu og í Spretti þær fjölsóttustu. Svo kölluð “tískusýning” var haldin í Spretti en þar hlutu tvö hross yfir 9,0 fyrir hæfileika, Nípa frá Meðalfelli og Hrafn frá Efri-Rauðalæk