miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annáll 2016 - Vetur

31. desember 2016 kl. 12:00

Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir eru ræktunarbú ársins 2016

Landsþing, uppskeruhátíð og íslensk hrossarækt.

Þegar sumrinu sleppti fóru hestamenn inn á við og ræddu stöðu hestamennskunnar og mótuðu framtíðastefnur. Þetta bar til tíðinda í haust:

  • Landsþing hestamanna var haldið í október en var það rólegheitar Landsþing sem var góð þróun frá síðasta Landsþingi. 
  • Níu hryssur hlutu heiðursverðlaun en það var Röst frá Torfunesi sem hlaut Glettubikarinn
  • Syðri-Gegnishólar/Ketilsstaðir var valið ræktunarbú ársins og keppnishestabú ársins.
  • Ákveðið var að halda Íslandsmót fullorðna 2017 á Hellu og yngri flokka á Hólum.
  • Rætt hefur verið að Fjórðungsmót Vesturland mun verða haldið á Hólum.
  • Árni Björn Pálsson er knapi ársins, Hulda Gústafsdóttir íþróttaknapi ársins, Jakob S. Sigurðsson gæðingaknapi ársins, Dagmar Öder Einarsdóttir efnilegasti knapi ársins, Bjarni Bjarnason skeiðknapi ársins og Daníel Jónsson kynbótaknapi ársins
  • Haldin var ráðstefnan íslensk hrossarækt í 100 ár þar sem farið var í stefnumótunar vinnu