fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annáll 2016 - Sumar

30. desember 2016 kl. 12:00

Ljósvaki frá Valstrýtu hlaut 10,0 fyrir tölt og stökk.

Landmót, Norðurlandamót og hestaferðir

Sumartíminn er háannatími hestamanna, bæði þeirra sem sækja mót og þeirra sem fara í hestaferðir. Þetta gerðist á liðnu sumri:

  • Landsmót hestamanna fór fram á Hólum í Hjaltadal. Heyrðust margar svartsýnis raddir fyrir mót en þögnuðu þær flestar eftir mótið en það þóttist takast með ágætum þrátt fyrir votviðri flesta daga. Hestakostur var frábær og breiddin mikil.
  • Á laugardeginum á Landsmóti var úrvalssýning kynbótahrossa þar sem hugmyndin var að virða fyrir sér bestu hross landsins fyrir ákveðna eiginleika og kynna fjölhæfni og fegurð hestsins. Á þessa sýningu komu fram hross með 9.5 – 10 fyrir tölt, brokk, stökk, skeið og fegurð í reið.
  • Bjarni Bjarnason setti heimsmet í 250m. skeiði á Heru frá Þóroddsstöðum
  • Nökkvi frá Syðra-Skörðugili sigraði B flokk gæðinga og Hrannar frá Flugumýri A flokkinn. Stormur og Árni Björn tóku með sér heim tölthornið, annað Landsmótið í röð.
  • Ljósvaki frá Valstrýtu hlaut 10 fyrir tölt og stökk en það hafði ekkert gerst í 24 ár
  • Íslandsmótið gekk vel en vallaraðstæður voru þar með besta móti. Sleipnir hélt móti en þar fór Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum mikinn en þau sigruðu bæði fjórganginn og slaktaumatöltið. Hulda Gústafsdóttir varð Íslandsmeistari í fimmgangi og Árni Björn og Stormur bættu enn einni rósinni í hnappagatið en þeir sigruðu töltið á Íslandsmótinu í fjórða sinn.
  • Arður frá Brautarholti var Sleipnisbikarhafi ársins en Gaumur frá Auðsholtshjáleigu hlaut einnig heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.
  • Spuni frá Vesturkoti stóð efstur hesta til fyrstu verðlauna fyrir afkvæmi. Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum, Grunur frá Oddhóli, Seiður frá Flugumýri og Kjerúlf frá Kollaleiru hlutu einnig fyrstu verðlaun fyrir afkæmi.
  • Norðurlandamótið var haldið í Biri í Noregi. Íslendingar hrepptu þrjú gullverðlaun á mótinu í gæðingaskeiði, a flokki og b flokki
  • Hermann Árnason og félagar hans Hákon Petursson og Friðbjörn Gaðarson riðu Flosagötur, 221 km frá sunnudags morgni til miðaftans á mánudegi (36 tíma). Færðu þeir sönnur þess að Flosi og hans menn riðu frá Svínafelli að Þríhyrningshálsum árið 1011 en mikið lá við þar sem átti að hefna Höskuldar Hvítanesgoða og koma sonum Njáls að óvörum.