miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annað vetrarmót Geysis

3. mars 2016 kl. 16:14

Hestamannafélagið Geysir

Ef veður og aðstæður leyfa verður reynt að fara út á völl með unglinga og eldri flokka.

Vetrarmót Geysis verður haldið laugardaginn 5.mars í Rangárhöllinni, Gaddstaðaflötum. Skráning hefst kl: 12 og mótið sjálft kl: 13. Eftirtaldir flokkar verða í boði: Börn, Unglingar, Ungmenni, Áhugamenn og Opinn flokkur. Parið (knapi/hestur) safnar stigum í mótaröðinni. Skráningargjald er 2000kr. (ekki posi) frítt fyrir börn og unglinga.

ATH.- Ef veður og aðstæður leyfa verður reynt að fara út á völl með unglinga og eldri flokka.

FORELDRAR ATH! 
Pollastundin verður stundvíslega klukkan 11:45 fyrir vetrarmótið. Börn 9 ára og yngri (polla flokkur) ! Leiðbeinandi verður á staðnum til að stjórna en að sjálfsögðu koma foreldrar með börnum sínum. Farið verður í gegnum þrautabraut á hestum og ýmislegt skemmtilegt. Smá sýning í lokin. Hlökkum til að sjá sem flesta !