fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annað tölublað Eiðfaxa komið út

3. mars 2015 kl. 17:00

Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli prýða forsíðu 2. tbl. Eiðfaxa 2015.

Þjálfun reiðhrossa, markaðssetning í Þýskalandi og ræktun keppnishrossa meðal efnis.

Annað tölublað Eiðfaxa er komið út og má nálgast það á rafrænu formi hér.

Meðal efnis er viðtal við knapa ársins Árna Björn Pálsson, sem er að sönnu metnaðarfullur vinnuþjarkur. "Besta hvatningin fyrir mig er þegar einhver segir að ég geti ekki eitthvað - þá verð ég að gera það," segir hann í viðtalinu.

Þorvaldur Kristjánsson skrifar grein um tengsl byggingar og hæfileika. Brot úr greininni má nálgast hér.

Arinbjörn Jóhannsson í Brekkulæk er frumkvöðull á sviði markaðssetningar íslenska hestsins í Þýskalandi. Hann hefur marga fjöruna sopið og hefur m.a. tekið þátt í stórsýningunni Equitana síðan árið 1985. Hann telur marga ónýtta möguleika í útbreiðslu íslenska hestsins í Þýskalandi.

Áttu klárgengan, latann, örann eða bundinn reiðhests? Í blaðinu má lesa auðveldar lausnir á algengum viðfangsefnum þjálfunar reiðhrossa.

Hrossaræktarbúið Skriða hefur vakið athygli fyrir hágeng og fim keppnishross. Eiðfaxi leit í heimsókn til fjölskyldunnar sem stundar bæði hrossarækt og sauðfjárrækt af miklum móð.

Blaðið mun berast áskrifendum undir lok vikunnar.