þriðjudagur, 19. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Annað kvöldið í KEA mótaröðinni – Fjórgangur

19. febrúar 2010 kl. 09:21

Annað kvöldið í KEA mótaröðinni – Fjórgangur

Næstkomandi fimmtudag hefst annað kvöldið af fjórum í KEA mótaröðinni í Top Reiterhöllinni á Akureyri. Keppt verður í fjórgangi og hefst keppnin klukkan 20:00 fimmtudaginn 25. febrúar. Húsið opnar kl. 19:30.

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 22. febrúar á netfangið lettir@lettir.is.  Til að skráning teljist gild þarf að koma fram nafn og kennitala knapa og nafn og is-númer hests.  Skráningargjöld 2500 kr. á að greiða inn á reikning 0302 - 26 -15840 kt: 430269-6749 og setja nafn knapa sem skýring.  Síðasti greiðslufrestur er miðvikudagurinn 24. febrúar. 

Aðgangseyrir er 500 krónur.