miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Anna sigrar Stjörnutöltið

16. mars 2014 kl. 00:00

Allir knapar fengu bleika hanska í tilefni Mottumars

Niðurstöður

Stjörnutöltið fór fram í Skautahöllinni á Akureyri í kvöld. Margir glæstir gæðingar öttu kappi og fór það svo að Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund sigruðu. 

Hástökkvari kvöldsins var Þórarinn Ragnarsson á Þyt frá Efsta Dal en þeir félagar komu upp úr B úrslitunum og enduðu í öðru sæti.

Mjög skemmtilegt mót og gekk það hratt fyrir sig. Hér fyrir neðan birtast niðurstöðurnar frá stjörnutöltinu.

A úrslit

1.     Anna Kristín Friðriskdóttir – Glaður frá Grund 8,00
2.     Þórarinn Ragnarsson – Þytur frá Efsta Dal 2 7,61
3.     Guðmundur Karl Tryggvason – Rósalín frá Efri- Rauðalæk 7,50
4.     Þorsteinn Björnsson – Króna frá Hólum 7,39
5.     Arnar Bjarki Sigurðarson – Rún frá Reynisstað 7,39
6.     Jón Helgi Sigurgeirsson – Töfri frá Keldulandi 7,11

B úrslit

6. Þórarinn Ragnarsson – Þytur frá Efsta Dal 2 7,50
7. Magnús Bragi Magnússon – Gyrðir frá Tjarnarlandi 7,22
8. Líney María Hjálmarsdóttir – Völsungur frá Húsavík 7,00
9. Jakob Víðir Kristjánsson – Gítar frá Stekkjardal 6,72

 

Anna Kristín Friðriksdóttir og Glaður frá Grund

 

Þórarinn Ragnarsson og Þytur frá Efsta-Dal 

 

Guðmundur Karl Tryggvason og Rósalín frá Efri-Rauðalæk