mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Anna Björk sigraði opna flokkinn

19. janúar 2014 kl. 16:00

Mynd: Facebooksíða Sörla

Góðir hestar í blíðskaparveðri

Ístölt Sörla fór fram í dag á Hvaleyrarvatni í blíðskaparveðri. Mótið hófst á slaginu 13:00 og var lokið um og upp úr 14:00. Keppt var í fjórum flokkum, 21 árs og yngri, karlaflokki, kvennaflokki og opnum flokki. Menn voru sammála um að hrossin voru mjög öflug í ljósi þess hversu snemma vetrar mótið fór fram, sem getur ekki annað en lofað góðu fyrir það sem koma skal á þessu keppnisári. 

Logi Laxdal sá um dómgæslu og var Helga Björk Valberg dómritari. Úrslit eru sem hér segir:

21 árs og yngri:
1. Helga Pernille Bergvoll og Humall frá Langholtsparti – 8,6
2. Aníta Rós Róbertsdóttir og Kappi frá Syðra-Garðshorni – 8,5
3. Valdís Björk Guðmundsdóttir og Hrefna frá Dallandi – 8,4
4. Hrönn Kjartansdóttir og Sproti frá Gili – 8,35
5. Svandís Alexía og Skuggi frá Miðhúsum – 8,2

Karlar:
1. Finnur Bessi Svavarsson og Glaumur frá Hafnarfirði – 8,6
2. Guðjón Árnason og Össur frá Valstrýtu – 8,4
3. Ingibergur Árnason og Hildar frá Hafnarfirði – 8,35
4. Eggert Hjartarson og Flótti frá Nýjabæ – 8,3
5. Haraldur Hafsteinn Haraldsson og Viska frá Strönd – 8,25

Konur:
1. Íris Hrund Grettisdóttir og Kvistur frá Skálmholti – 8,6
2. Hrefna Hallgrímsdóttir og Glæsir frá Brú – 8,5
3. Kristín Ingólfsdóttir og Krummi frá Kyljuholti – 8,45
4. Helga Sveinsdóttir og Týr frá Miklagarði – 8,4
5. Aníta Lára Ólafsdóttir og Mollý frá Skriðu – 8,35

Opinn flokkur:
1. Anna Björk Ólafsdóttir og Prins frá Njarðvík – 8,7
2. Friðdóra Friðriksdóttir og Fantasía frá Breiðstöðum – 8,6
3. Snorri Dal og Láki frá Hemlu – 8,55
4. Sindri Sigurðarson og Þórólfur frá Kanastöðum – 8,5
5. Stefnir Guðmundsson og Bjarkar frá Blesastöðum – 8,45