þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aníta Margrét heldur fyrirlestur

7. febrúar 2015 kl. 17:19

Aníta Margrét Aradóttir

Kappreiðarkona segir frá ævintýrum sínum.

Mánudagskvöldið 9.febrúar kl.20:30 mun Aníta Margrét Aradóttir Mongólíukappreiðarkona vera með fyrirlestur í Félagsheimilinu á Flúðum, að er fram kemur í tilkynningu frá hestamannafélögunum Smára og Loga.  „Þar mun hún segja frá því einstaka ævintýri þegar hún fór 1.000 kílómetra  á mongólskum hestum í Mongol Derby kappreiðinni. Sú keppni er ein sú erfiðasta og hættulegasta í heimi skv. heimildum Guinnes. Aníta var valin kona ársins af ritstjórn Nýs lífs árið 2014 vegna afreka sinna. Aníta Margrét hefur gefið út bók um ævintýrið sem hún mun bjóða áhugasömum til sölu á staðnum og árita.

Frítt er fyrir alla félagsmenn Smára og Loga. Aðgangseyri fyrir aðra gest er 1000 kr, frítt fyrir 16 ára og yngri.   Kaffi á könnunni.  Engin posi á staðnum. Hestmannafélögin Smári og Logi standa fyrir fyrirlestrinum. Fyrirlesturinn höfðar jafnt til fullorðinna sem barna,“ segir í tilkynningunni.