sunnudagur, 18. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aníta hefur lokið keppni

15. ágúst 2014 kl. 15:28

Aníta stóð sig vel í einni erfiðustu kappreið heims.

Aníta Aradóttir hefur lokið keppni í Mongol Derby kappreiðinni en eftirfarandi kemur fram á facebook síðu Anítu.

"Aníta lenti í 19. sæti

Aníta kom í mark í Mongol Derby kappreiðunum í morgun og lenti í 19. sæti í keppninni. „Ég er rosalega ánægð að hafa náð að klára keppnina,“ segir Aníta en hún er þreytt. „Ég ætla að sofa vel og lengi en fyrst ætla ég að fara að fá mér góðan kvöldmat. Ég fékk að fara í sturtu rétt áðan og það var guðdómlegt.“

Mongol Derby kappreiðarnar eru taldar þær erfiðustu í heimi. Fjölmargir knapar hafa slasast í keppninni og aðrir hætt þátttöku vegna þreytu. „Ég er alveg heil heilsu og ekki einu sinni með rasssæri. Ég er bara pínu kvefuð og sólbrunnin á nefinu. Ég datt aldrei af baki í keppninni og er stolt af því,“ segir Aníta."

Sam Jones frá Ástralíu hefur þegar tryggt sér sigurinn í Mongol Derby. Alls hafa tíu keppendur hætt keppni vegna meiðsla eða veikinda.