fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ánægja með TREC

18. október 2014 kl. 09:50

Frá þrautabrautinni á Melgerðismelum. Mynd/Hestamannafélagið Funi

Myndband sýnir þrautabraut á Melgerðismelum.

Keppnisgreinin TREC var kynnt í upphaf þingfundar í dag. Ástæða var tillaga um að halda áfram innleiðingu TREC hjá aðildarfélögum með kynningu, fræðslu og heimsóknum fagmanna í greininni.

Brynjar Skúlason formaður Funa sýndi þingmönnum myndband af TREC braut sem Funamenn hafa sett upp á Melgerðismelum. Myndbandið má nálgast hér.

Í máli Brynjars kom fram að verið væri að ljúka þýðingu á reglum greinarinnar, aðkallandi væri að finna íslenskt heiti á greinina. Þá var hvatt til að kynningarkeppni verði haldin á stórmóti innan tveggja ára.

Samkvæmt greinagerð hentar þjálfun og keppni í TREC íslenska hestinum og breiðum hópi iðkenda í hestamennsku sem stundar útreiðar í náttúru Íslands á eigin forsendum. Þessi nýja grein eykur fjölbreytni í notkun og markaðssetningu íslenska hestsins og skapar ný tækifæri. Nauðsynlegt er að ljúka þýðingu reglna um TREC, þjálfa dómara og reiðkennara og aðlaga reglur að aðstæðum hérlendis.

Tillagan og kynningin hlaut hljómgrunn þingmanna með lófaklappi.