miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alvöru hestakonur

20. nóvember 2009 kl. 14:42

Reka flotta hestamiðstöð á Álfhólum

Frænkurnar Sara Ástþórsdóttir og Hrefna María Ómarsdóttir eru alvöru hestakonur. Saman reka þær hestamiðstöð á Álfhólum í Vestur-Landeyjum og halda úti góðri heimasíðu, þar sem sagðar eru fréttir af daglegum rekstri og hrossum, og söluhross kynnt.

Álfhólar eru rótgróið nafn í sögu hrossaræktar á Íslandi. Þar bjó afi þeirra Söru og Hrefnu Maríu, Valdimar Jónsson, sem var frægur hestamaður og hrossaræktarmaður á sinni tíð. Hann átti um miðbik síðuastu aldar hinn fræga stóðhest Nökkva frá Hólmi, sem hrossaræktin í Álfhólum byggir á enn í dag.

Á Álfhólum er í dag rekinn blandaður búskapur, hross, sauðfé og kýr. Sara sér um hrossaræktina og fjárbúið. Fyrir tveimur árum byggði Sara nýtt hesthús og reiðhöll og þær frænkur afar duglegar við að temja, þjálfa og kynna hrossin. Frá búinu koma ávallt nokkur mjög góð hross á ári, sem standa sig vel í sýningum og keppni. Sara og Hrefna er báðar með reiðkennara- og tamningaréttindi frá Hólaskóla.

Slóðin á heimasíðu Álfhóla er: http://alfholahestar.123.is