miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Alveg dúndurlið á skólanum“-

3. janúar 2011 kl. 14:36

„Alveg dúndurlið á skólanum“-

Eiðfaxi hafði samband við Víking Gunnarsson deildarstjóra hrossaræktarbrautar Háskólans á Hólum og spurði hann útí skólastarfið:..

Hér er allt um það bil að fara á fulla ferð, nemendur eru að koma á staðinn í næstu viku og hefst þá kennsla.
Er góður árgangur reiðkennara að mæta til menntunar?
Það verða 14 nemendur í reiðkennaradeild skólans sem er jafn margt og mest hefur verið áður.  Þetta er alveg dúndurlið, magnaðir krakkar sem búin eru að fara í gegnum stíf inntökupróf.
Eru nemendur almennt vel ríðandi?
Já, nemendur eru allir með góða og vel þjálfaða hesta enda fara þau ekkert í gegnum inntökuprófin öðruvísi.  
Hvað með annars árs nemendur, eru þeir ekki á leið í verknám?
Jú, úttektir á verknámshestum eða frumtamningatryppum sem þau þurfa að temja í verknáminu eru að hefjast. Þá fara kennarar frá okkur þeir Þórarinn Eymundsson og Þórir Ísólfsson og heimsækja verknámsbændur og taka út tryppin.
Fyrsta árs nemendurnir eru hins vegar að koma til baka úr jólafrí í næstu viku og þeir koma með "nemendahestinn" með sér.
Hvernig er heilsufar hrossa fyrir norðan?
Það er nokkuð gott, ég held að við séum komnir nokkuð í gegnum þetta, einstaka hross hér og þar er að sýna einkenni en það eru þá eftirlegukindur sem ekki hafa smitast áður. Séu hross að smitast aftur er það miklu vægara.
Er landsmóts hugur í Skagfirðingum?
Já, það er engin spurning. Nú ætti allt hestafólk að sameinast um að halda flott mót og einbeita sér að því að það geti orðið eins gott og mögulegt er.