laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alvarssonur sigraði

27. febrúar 2012 kl. 10:35

Alvarssonur sigraði

Folaldsýning Hrossaræktarfélags Hraungerðishrepps var haldin í reiðhöll Hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi 19.febrúar sl. 

Alls voru 37 folöld sýnd og dómari var hrossaræktandinn góðkunni Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu og þakkar stjórn félagsins honum fyrir góð störf. 
 
Verðlaunin voru heldur ekki að verri endanum. Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum gaf eiganda sigurvegarans folatoll undir Ljóna frá Ketilsstöðum. Bænndaverslunin Búbót gaf eigendum vinsælasta folaldsins og dómara kvöldins gjafakörfur.
 
Fjöldi fólks mætti til að horfa á fjöldann allann af fallegum folöldum.
 
Úrslit:
 
1.sæti
Roði frá Brúnastöðum rauðstjörnóttur
F: Alvar frá Brautarholti
M: Evíta frá Litla-Garði
Mf: Svartur frá Unalæk
Eig/rækt: Ketill Ágústsson
 
2.sæti
Blær frá Langsstöðum brúnn
F: Ágústínus frá Melaleiti
M: Nótt frá Hvítárholti
Mf: Sörli frá Búlandi
Eig/rækt: Ingibjörg Einarsdóttir og Hjálmar Ágústsson
 
3.sæti
Jódís frá Miðholti jörp
F: Mjölnir frá Hlemmiskeiði
M: Jóra frá Selfossi
Mf: Skorri frá Blönduósi
Eig/rækt: Jón S. Gunnarsson og Elínborg Högnadóttir
 
Vinsælasta folaldið, kosið af áhorfendum
Sóldögg frá Hrafnsholti jarpskjótt
F: Dynur frá Dísarstöðum 2
M: Ekkja frá Eystri-Grund
Mf: Kjarkur frá Egilsstaðabæ
Eig/rækt: Jónas Már Hreggviðsson og Elísabet Gísladóttir