þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alur og Skuggi hnífjafnir í efsta sæti

7. ágúst 2013 kl. 15:11

Jakob og Alur unnu hylli áhorfenda

Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum hlutu 7.30 og eru því hnífjafnir Sigursteini og Skugga.

Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum riðu sína sýningu rétt áðan. Áhorfendur létu heldur betur vel í sér heyra þegar Jakob og Alur mættu í braut og fagnarlátunum ætlaði varla að linna eftir að sýningu þeirra var lokið. Þeir félagar virtust ferskir, enda ekki annað hægt í blíðunni hérna í Berlín.

Jakob og Alur voru taldir einna sigurstranglegastir í fimmgangi áður en mótið hófst og sönnuðu það heldur betur að hinir keppendurnir þurfa að vara sig. Þeir hlutu 7.30 og eru þannig hnífjafnir Sigursteini Sumarliðasyni og Skugga frá Hofi I. Áhorfendur voru ekki ánægðir þegar dómarnir voru tilkynntir en þeir hlutu efstu einkunn 7.8 og lægstu 7.

Íslendingar eiga þá orðið efstu þrjá hesta í fimmgangnum og er íslenska liðið því í mjög góðri stöðu.

Hérna eru efstu fimm hestar eins og staðan er núna :

01:     012    Jakob Svavar Sigurðsson [IS] - Alur frá Lundum II [IS2004136409]    7,30          
PREL 7,1 - 7,8 - 7,8 - 7,0 - 7,0     

01:     015    Sigursteinn Sumarliðason [IS] - Skuggi frá Hofi I [IS2005177785]    7,30          
PREL 7,4 - 7,4 - 7,1 - 7,2 - 7,3     

03:     017    Eyjólfur Þorsteinsson [WC] [IS] - Kraftur frá Efri-Þverá [IS2002155250]    7,13          
PREL 7,1 - 7,2 - 7,1 - 6,7 - 7,3     

04:     054    Julie Christiansen [DK] - Straumur frá Seljabrekku [IS2004125130]    7,07          
PREL 7,5 - 6,9 - 6,8 - 6,6 - 7,5     

05:     050    Fredrik Rydström [DK] - Hrekkur från Hålåsen [SE2000103623]    6,97          
PREL 6,9 - 7,0 - 6,9 - 7,0 - 7,1