mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alþjóðlegt námskeið fyrir kynbótaknapa

26. janúar 2012 kl. 10:26

Victor frá Disa á HM2009 í Sviss og Jóhann Skúlason. Verðugt markmið fyrir unga kynbótaknapa.

Haldið á Skeiðvöllum í Holta- og Landssveit

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir unga þjálfara og sýnendur kynbótahrossa.
Námskeið á vegum FEIF sambærilegt því sem haldið var í fyrra vor verður einnig í boði í vor. Námskeiðið er ætlað ungu fólki sem þjálfar og sýnir kynbótahross á markvissan hátt en hefur auk þess áhuga á frekari menntun, þjálfun og skoðanaskiptum á þessu sviði. Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18 – 26 ára.

Þema: Þjálfun og sýning kynbótahrossa.
    Fyrirlestrar fluttir af ræktendum, þjálfurum og dómurum.
    Verklegt, sýning hrossa bæði fyrir sköpulag og hæfileika.
    Sameiginleg ferð á reiðhallarsýningu stóðhesta sunnanlands (aðgangseyrir ekki innifalinn í námskeiðsgjaldi).

Dagsetning: 5 – 8 apríl. Byrjar kl. 18:00 á fimmtudegi og endar um hádegisbil á sunnudegi.
Staðsetning: Skeiðvellir í Holta- og Landssveit.
Yfirferð umsókna og skráning er í höndum ræktunarleiðtoga hverrar FEIF þjóðar.
Hámarksfjöldi þátttakenda eru tveir frá hverju FEIF landi (er þó háð fjölda skráninga).

Síðasti skráningardagur: 13. febrúar.
Skráningargjald 50 evrur greiðis fyrir 28. febrúar.
Námskeiðsgjald fyrir gistingu og fæði 220 evrur, greiðist á staðnum.
Skráningar berist til Guðlaugs V. Antonssonar ga@bondi.is sími 892-0619.