þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alþjóðleg mót í 25 ár

25. september 2019 kl. 15:00

Drífa frá Hafsteinsstöðum og Sigurður Sigurðarson

Í tilefni af því að nú hefur þetta verið viðhaft í 25 ár hefur FEIF tekið saman besta árangur á þessu tímabili. Listinn byggir á 50 bestu einkunnum hvers knapa

 

 

Árið 1995 byrjaði FEIF að halda alþjóðleg mót (e.World ranking) og með því gefa knöpum tækifæri á því að bera saman árangur sinn við kollega sína erlendis sama hvar í heiminum þeir keppa. Síðan þá hefur verið birtur listi sem inniheldur besta árangur knapa á tveggja ári grundvelli. Það sem liggur til grundvallar eru þrjár bestu einkunnir, eða tímar í skeiði, á þeim mótum sem uppfylla ákveðinn skilyrði. Einnig er hægt að skoða á heimasíðunni hverjir eiga besta árangur á árinu og þá eru tvær bestu einkunnir ársins hafðar til grundvallar.

Á þessum 25 árum hafa verið haldinn 1.878 WR mót í 17 löndum. Á þessum mótum hafa knapar hlotið 146.538 einkunnir eða tíma og knaparnir eru alls 7.965.

Lesa má fróðlegan texta um þessi mál á heimasíðu FEIF með því að smella hér

Í tilefni af því að nú hefur þetta verið viðhaft í 25 ár hefur FEIF tekið saman besta árangur á þessu tímabili. Listinn byggir á 50 bestu einkunnum hvers knapa. Mjög fróðlegt og skemmtilegt er að skoða þessa lista.

Efstur á tölt listanum er Jóhann R. Skúlason með í meðaleinkunn 8.325, hann hefur sýnt 111 töltsýningar á þessu tímabili.

Efst á listanum í slaktaumatölti er Jolly Schrenk með í meðaleinkunn 7,721 en hún hefur sýnt 163 sýningar í þeirri grein.

Efstur á listanum í fjórgangi er Nils-Christian Larsen með í meðaleinkunn 7,529 með 98 sýningar í fjórgangi.

Efst á listanum í fimmgangi er Frauke Schenzel með í meðaleinkunn 7,134 og 51 sýningu.

Efstur á listanum í gæðingaskeiði er Sigurbjörn Bárðarson með 8,280 í meðaleinkunn og 66 sýningar.

Efstur á listanum í 250 metra skeiði er Bergþór Eggertsson með 22,469 sekúndur að meðaltali og 53 spretti.

Efstur á listanum í 100 metra skeiði er Sigurður Sigurðarson með 7,702 sekúndur að meðaltali og 79 spretti.

Efstur á listanum í 150 metra skeiði er Sigurbjörn Bárðarson með 14,549 sekúndur að meðaltali og 86 spretti.

Listana í heild sinni má lesa á heimasíðu FEIF með því að smella hér