mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alþjóðasamtök knapa

19. október 2015 kl. 09:23

Grunnur að samstarfi í íþróttakeppni, skipulagsmálum og sanngjarna þróun og samstarf innan FEIF og stofnanna þess

Stofnuð hafa verið Alþjóðasamtök knapa, en þeim er ætlað að gera knöpum og þjálfurum íslenska hestsins fært að taka ábyrgð í þeim málum sem þá varða og miðla af sinni þekkingu og reynslu á jákvæðan hátt til áframhaldandi framþróunar í keppni á íslenskum hestum

1. Inngangur 
Skjal þetta er frá áhugahópi um stofnun Alþjóðasamtaka knapa, og fjallar um grunn að samstarfi í íþróttakeppni, skipulagsmálum og sanngjarna þróun og samstarf innan FEIF og stofnanna þess. Þessi hópur er ekki í samkeppni eða einhvers konar gagnrýni á FEIF, helduri vilja knapar taka ábyrgð og miðla af sinni þekkingu og reynslu sem er í þeirra röðum að finna, þ.e.a.s hjá knöpum og þjálfurum. Einnig að nýta þessa reynslu á jákvæðan hátt til áframhaldandi framþróunar í keppni á íslenskum hestum.

2. Félagar Alþjóðasamtaka knapa, IRG
Allir knapar sem eiga skráðan árangur á WorldRanking listum geta og mega vera aðilar í þessu áhugafélagi sem kallast Alþjóðasamtök knapa, hér eftir nefnt IRG. Knaparnir velja sér vinnuhóp sem síðan setur sig í samband við FEIF og kemur fram fyrir hönd IRG hjá FEIF. Þangað til þessi hópur hefur verið settur saman er bráðabriðgðavinnuhópur, skipaður af:

Marie Lichtenegger, Irene Reber, Styrmir Árnason, Hinrik Bragason, Johannes Hoyos,  Hulda Gústafsdóttir, Piet Hoyos, Uli Reber og Hans Pfaffen. 

Hópur þessi hittist þann 1. október 2015. Þennan hóp má minnka eða stækka eftir þörfum en hann er einungis til bráðabirgða. Þessi hópur hefur haft samband við knapa og hvatt þá til þátttöku í IRG.

3. FEIF og IRG
Stjórn FEIF er saman sett af forseta, ræktunarleiðtoga, Íþróttaleiðtoga, æskulýðsleiðtoga og frístundaleiðtoga.  

IRG á engan fulltrúa í stjórn FEIF. Það er þekkt í mörgum íþróttagreinum, sem dæmi, skíðaíþróttum, hjólreiðum, formúlu 1 og frjálsíþróttum, að íþróttamennirnir velja sér fulltrúa í stjórn sinna samtaka sem verja hagsmuni þeirra. Komi með tillögur sem byggja á reynslu og vinni þannig uppbyggilega innan frá. Vinni að uppbyggingu aðildarfélaga sinna og iþróttar sinnar. 

Frá okkar sjónarhóli mætti stækka stjórn FEIF þannig að virkir iðkendur taki þar þátt.  Knapar vilja nýta sína þekkingu og reynslu á uppbyggilegan hátt og styðja við starf FEIF. Í öðrum íþróttagreinum er það þekkt að fulltrúi iðkenda taki þátt í ákvarðanatöku þannig að mismunandi sjónarhorn séu virt. Að knapar taki þátt í umræðu og axli þannig ábyrgð.  

Til að hafa samband og taka þátt í IRG hafið samband við:  info@irg.jetzt
Framtíðar heimasíða: www.irg.jetzt (under construction)