föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Almenn hófhirða og járningar

4. febrúar 2015 kl. 10:26

Gunnar Halldórsson, Íslandsmeistari í járningum.

Íslandsmeistari í járningum með járningarnámskeið.

Hestamannafélagið Skuggi og Gunnar Halldórsson , Íslandsmeistari í járningum 2013 og 2014, bjóða upp á járninganámskeið í reiðhöllinni Faxaborg Borgarnesi sunnudaginn 8. febrúar.
Námskeiðið hefst kl. 10.00 og lýkur um kl. 17.00. og miðast hámarksfjöldi þáttakenda við 5.

Kennd verður almenn hófhirðing, tálgun og járningar. Farið verður yfir áhrif járningar á hreyfigetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk.
Námskeiðið er að mestu verkleg kennsla og sýnikennsla.
Þátttakendur koma með eigin járningaáhöld og reiknað er með að hver þáttakandi komi með tvo hesta til að járna.

Námskeiðið hentar jafnt byrjendum sem og lengra komnum, bæði konum og körlum, ungum sem öldnum.
Verð: kr. 20.000,- (Innifalið: kennsla, skeifur, aðstaða fyrir hest, súpa og kaffi).

Upplýsingar og skráning á gunnar.arnbjorg@gmail.com. Eða í síma 8988134 Gunnar